Mjólk er oft góð lengur en þú heldur

Kolvetnaskert Hleðsla fæst nú í 1l fernu
Vörunýjungar

Kolvetnaskert Hleðsla fæst nú í 1l fernu

Kolvetnaskert Hleðsla fæst nú loksins í 1l fernu en margir neytendur hafa óskað eftir þessum möguleika síðustu misseri og því einstaklega gaman að geta tilkynnt viðskiptavinum okkar að kallinu hefur verið svarað. Hleðsla er frábær valkostur eftir æfingar, út í kaffi, boost og hafragraut og svo er upplagt að nota hana í próteinpönnukökur og hvað eina sem fólki dettur í hug.

Lesa nánar
Fleiri vörunýjungar
D-vítamínbætt mjólk og mikilvægi D-vítamíns
Heilsugreinar

D-vítamínbætt mjólk og mikilvægi D-vítamíns

Undanfarin misseri hefur nokkuð borið á umræðu þess efnis að stóran hluta ársins fái Íslendingar ekki nægilegt D-vítamín og á það við um fleiri þjóðir á norðlægum slóðum þar sem sólar nýtur ekki við í miklum mæli. Í einu glasi af D-vítamínbættri mjólk er einn þriðji af ráðlögðum dagskammti, en D-vítamín er mikilvægt beinheilsu þar sem það örvar frásog kalks úr meltingarvegi, stuðlar að eðlilegum kalkstyrk í blóði og styður við beinvöxt hjá börnum og hjálpar til við að viðhalda styrk beina hjá fullorðum.

Lesa nánar
Fleiri heilsugreinar
Spennandi uppskriftir frá Gott í matinn

Fréttir

Valur Mjólkurbikarmeistari kvenna 2022

30.08 | Valur Mjólkurbikarmeistari kvenna 2022

Valur er Mjólkurbikarmeistari kvenna 2022!

Breiðablik og Valur mættust í úrslitaleik bikarkeppninnar á Laugardalsvelli og voru það Valur sem hafði betur, 2-1. Birta Georgsdóttir kom Breiðablik í 1-0 í fyrri hálfleik en Cyera Makenzie Hintzen og Ásdís Karen Halldórsdóttir skoruðu fyrir Val í síðari hálfleik.

Þetta er fyrsti bikarmeistaratitill Vals í meistaraflokki kvenna síðan árið 2011, en þá vann liðið sigur á KR.

Til hamingju Valur!

Fossvogshlaup Hleðslu 25. ágúst

19.08 | Fossvogshlaup Hleðslu 25. ágúst

Fossvogshlaup Hleðslu er sannkölluð hlaupaveisla fyrir fólk á öllum aldri, byrjendur jafnt sem lengra komna, og fer hlaupið nú loksins fram á ný eftir tveggja ára hlé. Hlaupið byrjar og endar við Víkina í Fossvogi og geta þátttakendur valið á milli þess að hlaupa 5 eða 10 km. Fossvogshlaup Hleðslu fagnar 10 ára afmæli í ár og er því óhætt að segja að framundan sé ein allsherjar hlaupaafmælisveisla! Að loknu hlaupi er þátttakendum boðið upp á kökuveislu í íþróttasalnum í Víkinni en þar fer jafnframt fram verðlaunaafhending og dregið verður úr glæsilegum útdráttarverðlaunum. Við hvetjum öll áhugasöm til að taka þátt og hlaupa með Hleðslu og Almenningsdeild Víkings í Fossvoginum.

Umhverfisskýrsla Mjólkursamsölunnar 2021

21.07 | Umhverfisskýrsla Mjólkursamsölunnar 2021

Komin er út þriðja umhverfisskýrsla Mjólkursamsölunnar. Skýrslan sýnir 8,2% samdrátt á CO2 losun áður mældra losunarþátta frá fyrra ári. Má rekja þann árangur til áherslna fyrirtækisins á að nýta innlenda endurnýjanlega orkugjafa og að huga að hringrásarhagkerfinu í sinni starfsemi.

Fleiri fréttir
 
Þitt er valið

Þitt er valið

Þitt er valið

Öll viljum við borða hollan og góðan mat. MS býður upp á breitt úrval af næringarríkum mjólkurvörum, allt frá smjöri og ostum yfir í skyrdrykki og jógúrt. Í dag er svo komið að neytendur hafa fjölbreytt val í öllum helstu vöruflokkum MS. MS hefur unnið markvisst að því síðustu ár að minnka hlutfall viðbætts sykurs í afurðum sínum.

Lesa nánar
Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?