12 grunnskólanemar vinna til verðlauna í árlegri teiknisamkeppni

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, tók á dögunum þátt í vali á verðlaunamyndum í teiknisamkeppni 4. bekkinga sem haldin er í tengslum við Alþjóðlega skólamjólkurdaginn ár hvert. Keppnin hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár bæði meðal grunnskólanema og skólastjórnenda og úrslitanna alltaf beðið með mikilli eftirvæntingu. Að mati Lilju skipta keppnir á borð við þessa miklu máli fyrir skólastarfið, þær hvetja nemendur í að leggja sig fram, brjóta upp hefðbundið skólastarf og efla liðsandann.

Líkt og undanfarin ár var þátttakan í keppninni einstaklega góð en rúmlega 1.400 myndir bárust frá 70 skólum alls staðar að af landinu. Tólf myndir frá tíu skólum voru valdar úr þessum mikla fjölda og hafa skólastjórnendur í viðkomandi skólum fengið gleðifréttirnar. Verðlaunahöfum eru veitt viðurkenningarskjöl fyrir teikningar sínar og til viðbótar er hver mynd verðlaunuð með 40.000 kr. peningagjöf frá Mjólkursamsölunni, sem rennur óskipt í bekkjarsjóð viðkomandi. Nemendur viðkomandi bekkjar eða árgangs geta svo nýtt þá upphæð í að gera sér glaðan dag og efla liðsheild í samvinnu og samráði við umsjónarkennara.

 „Myndefni keppninnar er alltaf frjálst en má gjarnan tengjast mjólk, hreyfingu og heilbrigði og er virkilega gaman að sjá hvernig nemendur útfæra hugmyndir sínar á ólíkan hátt. Vinsælast er að teikna kýr í öllum mögulegum útfærslum, en jafnframt sjáum við margar teikningar með mjólkurfernum og flutningabílum,“ segir Gréta Björg Jakobsdóttir, markaðsfulltrúi MS og einn af fulltrúum í dómnefnd keppninnar.

Verðlaunahafar í teiknisamkeppni 4. bekkinga skólaárið 2018-2019 eru:

Árni Ragnar Oddsson, Gerðaskóli, Garði
Bjartey Ósk Sæþórsdóttir, Grunnskóli Vestmannaeyja, Hamarsskóli
Bæring Breiðfjörð Magnússon, Grunnskólinn Stykkishólmi
Hannibal Máni Kristínarson Guðmundsson, Árbæjarskóli, Reykjavík
Hrund Helgadóttir, Myllubakkaskóli, Reykjanesbæ
Ingibjörg Magnúsdóttir, Lækjarskóli, Hafnarfirði
Keara Ísabel Bayawa, Fellaskóli, Reykjavík
Laufey Rökkvadóttir, Snælandsskóli, Kópavogi
Milana Navickaite, Fellaskóli, Reykjavík
Sigrún Eva Arnarsdóttir, Breiðholtsskóli, Reykjavík
Thelma Kristín Kristinsdóttir, Gerðaskóli, Garði
Tristan Ásgeir Símonarson, Varmárskóli, Mosfellsbæ

Dómnefndin þakkar nemendum 4. bekkjar kærlega fyrir þátttökuna og óskar vinningshöfum og skólunum þeirra innilega til hamingju.

Meðfylgjandi eru myndir af dómnefndinni og þær myndir sem hlutu verðlaun í ár.

Dómnefnd skipuð fulltrúum MS og mennta- og menningarmálaráðherra með tíu af tólf verðlaunamyndum í ár. Frá vinstri, Steinunn Þórhallsdóttir, Ásgerður Höskuldsdóttir, Lilja Alfreðsdóttir og Gréta Björg Jakobsdóttir.   

 
Árni Ragnar Oddsson, Gerðaskóli Garði

 
Bjartey Ósk Sæþórsdóttir, Grunnskóli Vestmannaeyja

 
Bæring Breiðfjörð, Grunnskólinn Stykkishólmi

Hannibal Máni Kristínarson Guðmundsson, Árbæjarskóli Reykjavík

Hrund Helgadóttir, Myllubakkaskóli Reykjanesbæ

Ingibjörg Magnúsdóttir, Lækjarskóli Hafnarfirði

Keara Ísabel Bayawa, Fellaskóli Reykjavík

Laufey Rökkvadóttir, Snælandsskóli Kópavogi

Milana Navickaite, Fellaskóli Reykjavík

Sigrún Eva Arnarsdóttir, Breiðholtsskóli Reykjavík

Thelma Kristín Kristinsdóttir, Gerðaskóli Garði

Tristan Ásgeir Símonarson, Varmárskóli Mosfellsbæ

Allar vinningsmyndir ársins sem og undanfarinna ára má finna á vefnum skolamjolk.is

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?