MS Selfossi

MS Selfossi er stærsta einstaka afurðastöðin innan MS. Mjólkursöfnunarsvæði MS Selfossi nær frá Snæfellsnesi í vestri að Skeiðarársandi í austri. Árlega tekur MS Selfossi um 75 milljónum lítra af mjólk frá u.þ.b. 290 bændum sem er um helmingur allrar mjólkurframleiðslu í landinu. Helstu verkefni eru pökkun á neyslumjólk og framleiðsla á margvíslegum sýrðum vörum. Þá skipar skyrframleiðslan stóran sess í framleiðslu búsins, svo og G-vöruframleiðsla, þar sem Kókómjólkin er langstærst. Smjör og viðbitsafurðir eru einnig stór þáttur í framleiðslunni ásamt duftframleiðslu. Afurðastöðin er vel tækjum búin, með hátt tæknistig og sveigjanleika í úrvinnslunni. Árlega er tekið á móti um 1.440 tonnum af umbúðum, íblöndunarefnum og ýmsu öðru vegna framleiðslunnar. Á Selfossi er starfrækt viðhaldsdeild, rannsóknarstofa og mjólkureftirlit. Flutningastarfsemi er mikilvægur þáttur í rekstri afurðastöðvarinnar, allt frá söfnun mjólkur til flutninga á fullunninni vöru til Reykjavíkur og vörudreifingar á Suðurlandi.

Alls starfa um 110 starfsmenn hjá MS Selfossi.

 

MS Selfossi

Austurvegi 65

800 Selfossi

Sími: 450 1100

Mjólkurbússtjóri:

Ágúst Þór Jónsson

netfang: agustj@ms.is

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?