Nýr Mozzarella með basilíku

Ferskur Mozzarella er ostur ættaður frá Ítalíu og er mörgum kunnur. Mozzarella er rjómakenndur, bragðmildur og einstaklega mjúkur undir tönn. Ferskur Mozzarella er mikið notaður í alls kyns matargerð, sérstaklega í rétti eins og salöt, snittur, pasta- og ofnrétti og forrétti ýmiss konar. Nýlega kom á markað nýjung en það eru Mozzarella kúlur með basilíku. Basilíka er einmitt það krydd sem oftast er notað með mozzarella osti og því spennandi að nýta í matargerð.

 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?