Nú heitir Fetaosturinn Salatostur

Nú í október breytist nafnið á Fetaostinum frá MS yfir í Salatost. Enn fremur mun Fetakubbur nú bera nafnið Salatkubbur. Nafnabreytingarnar eru tilkomnar vegna samkomulags Íslands og Evrópusambandsins um vernd á afurðaheitum en allur ostur sem ber nafnið Fetaostur þarf nú að vera framleiddur í Grikklandi. 

Salatostur er því nýtt nafn yfir ostinn sem áður hét Fetaostur. Osturinn er áfram jafnbragðgóður og áður og er frábær í hvers kyns rétti og salöt. 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?