MS styrkir góðgerðarfélög um 2 milljónir fyrir hátíðarnar

Mjólkursamsalan hefur í ár líkt og undanfarin ár lagt hjálparsamtökum lið fyrir jólin. Að þessu sinni úthlutaði fyrirtækið 2 milljónum króna í formi vöruinneigna og peninga til fimm góðgerðarfélaga en félögin sem hlutu styrk í ár voru Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Mæðrastyrksnefnd Akureyrar (í samstarfi við önnur hjálparsamtök á Akureyri), Fjölskylduhjálp Íslands og Hjálparstarf Kirkjunnar.

Fjölmargar matargjafir fara frá félögunum fyrir jól en þar verður að finna meðal annars mjólk, smjör og osta frá Mjólkursamsölunni. Mikið og þarft starf er unnið á fjölmörgum stöðum á landinu í óvenjulegum aðstæðum og er það von Mjólkursamsölunnar að styrkirnir nýtist sem best.

 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?