Beint í efni
En
MS er stoltur bakhjarl íslenska kokkalandsliðsins

MS er stoltur bakhjarl íslenska kokkalandsliðsins

Mjólkursamsalan er stoltur bakhjarl Íslenska kokkalandsliðsins en fyrirtækið ákvað nýlega að endurnýja styrktarsamning við Klúbb matreiðslumanna. Að sögn Guðnýjar Steinsdóttur, markaðsstjóra MS, er áhersla lögð á Ísey skyr í samstarfinu auk þess sem Kokkalandsliðið notar ýmsar aðrar vörur frá MS, á borð við rjóma og smjör. „Ástæða þess að við leggjum áherslu á Ísey skyr er sú að um að ræða alþjóðlegt vörumerki í örum vexti, en skyrið er nú í boði á 18 mörkuðum og fer þeim fjölgandi. Sú staðreynd að Kokkalandsliðið velji ár eftir ár að nota Ísey skyr sem hluta af sínum matseðli gefur skyrinu ákveðinn gæðastimpil og vekur um leið forvitni og áhuga annarra á vörunni. Samstarf við Kokkalandsliðið hjálpar þannig enn frekar til við að vekja athygli á Ísey skyri, bæði hér heima og erlendis, enda um frábæra mjólkurvöru að ræða.

Íslenska kokkalandsliðið keppir um helgina á Ólympíuleikunum í matreiðslu en leikarnir fara fram í Stuttgart í Þýskalandi. Mjólkursamsalan óskar liðinu góðs gengis. Áfram Ísland.