Ísey skyr þakkar frábærar viðtökur

Í byrjun febrúar kom á markað svokölluð sérútgáfa af Ísey skyri með jarðarberjum og hvítu súkkulaði og er óhætt að segja að salan hafi farið fram úr okkar björtustu vonum. Íslenskir skyrunnendur hafa tekið nýja skyrinu sérstaklega vel og höfum við varla haft undan við að framleiða skyrið og keyra í verslanir sem er einstaklega ánægjulegt. Vegna þessarar miklu eftirspurnar hefur verið ákveðið að framleiða meira af sérútgáfunni en upphaflega var áætlað og geta skyrunnendur því gætt sér á góðgætinu fram á vorið.

Vinir okkar Finnar eru líkt og Íslendingar miklir aðdáendur Ísey skyrs og er hvergi í heiminum eins mikið úrval af Ísey skyri og þar, eða 25 bragðtegundir. Sérútgáfan kom á markað í Finnlandi í febrúarbyrjun og er sömu sögu að segja þaðan því skyrið stoppar varla í hillum verslana og óhætt að segja að Finnarnir geti alltaf á sig bragðtegundum bætt.

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?