Frábær þátttaka í jólaleik Jólamjólkur

Í aðdraganda jólanna höldum við úti skemmtilegum spurningaleik á vefsíðunni jolamjolk.is en frá 1.-24. desember geta gestir síðunnar opnað glugga á jóladagatali Jólamjólkur og svarað einni spurningu á dag og eiga með þátttöku sinni möguleika á að vinna skemmtilega vinninga. Þátttakan í leiknum fór fram úr okkar björtustu vonum og höfum við nú dregið af handahófi út 70 vinningshafa sem hljóta skemmtilega vinninga á borð við spjaldtölvu, bíómiða, handklæði, jólamjólkurglös og fleira skemmtilegt. Búið er að hafa samband við alla vinningshafa og þökkum við öllum þeim sem tóku þátt kærlega fyrir þátttökuna.

Að þessu sinni var það hinn 9 ára gamli Magnús Óli sem vann aðalverðlaunin og hlaut hann að launum iPad spjaldtölvu og sett af jólasveinaglösum. Við óskum Magnúsi Óla innilega til hamingju sem og öðrum vinningshöfum í leiknum.

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?