Pantanir og dreifing

Pantanir

Sölufulltrúar okkar taka á móti pöntunum í síma 450 1111 mánudaga-fimmtudaga frá 8-16, föstudaga frá 8-15 og á laugardögum frá 8-13.

Í flestum tilvikum þurfa pantanir að berast fyrir hádegi daginn fyrir afhendingu.

Stór hluti pantana Mjólkursamsölunnar er móttekin með rafrænum hætti í gegnum pöntunarvef fyrirtækisins panta.ms.is, með tölvupósti í netfangið sala@ms.is eða í gegnum svokallað EDI (Electronic Data Interchange) kerfi. Þá er pöntun send af viðskiptamanni og móttekin og staðfest rafrænt af sölufulltrúa.
Staðfesting um að pöntunin er móttekin fer sjálfkrafa til viðskiptamannsins.

Mjólkursamsalan dreifir vörum til viðskiptavina um land allt þeim að kostnaðarlausu, þó með því skilyrði að upphæð pöntunar nái kr. 12.000,- án vsk.
Nái pöntun ekki þessu lágmarki fellur til afgreiðslugjald að upphæð kr. 3.000,-

Endursendingar
Mjólkursamsalan hefur gefið út sérstakar reglur um endursendingar á vörum fyrirtækisins frá viðskiptamönnum í þeim tilgangi að auðvelda starfsmönnum verslana og Mjólkursamsölunnar vinnu við meðhöndlun þeirra. Verklagsregla skilgreinir hverjir hafa leyfi til að heimila endursendingar og endurgreiðslur á vörum fyrirtækisins. Enn fremur þær ástæður sem liggja til grundvallar því að Mjólkursamsalan samþykki endursendingu og endurgreiðslu.

Viðurkenndar ástæður endursendinga:

  • Vara skemmist í flutningi
  • Innköllun vegna gallaðrar framleiðslu
  • Rangt skrifað á nótu eða röng tiltekt
  • Of stuttur sölufrestur

Mjólkursamsalan tryggir að afhenda vörur með eftirfarandi fjölda daga eftir af sölufresti þegar varan berst til viðskiptavinar, annars er fullur skilaréttur á vörunni.

  • Mjólk og rjómi; +7 dagar
  • Ferskostar (mozzarella kúlur og kotasæla) og ostakökur; +11 dagar
  • Skyr og jógúrtvörur; +18 dagar
  • Ostar, G-vörur og viðbit; +30 dagar

Dreifing
Mjólkursamsalan leggur metnað sinn í að veita sem besta þjónustu og að meðhöndla viðkvæmar vörurnar á sem bestan hátt.
Í vöruhúsi fyrirtækisins í Reykjavík og á Akureyri er vaskur hópur starfsmanna sem sér um að taka til vörur sem keyrðar eru út með flutningabílum um allt land.

Frá Reykjavík fara vörur til: Suðurnesja, á Suðurlandið, Reykjavíkursvæðið, Vesturlandið og á Vestfirði.
Frá Akureyri fara vörur til: Norðurlands og Austurlands.

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?