Uppruninn

Kýr

MS er er í eigu íslenskra kúabænda 

Mjólkursamsalan hefur frá upphafi verið í eigu íslenskra kúabænda og fjölskyldna þeirra og segja má að MS sé stærsta fjölskyldufyrirtæki landsins. Eigendur okkar eru 550 kúabændur sem búsettir eru um allt land. Fyrirtækið er í eigu Auðhumlu (80%) og Kaupfélags Skagfirðinga (20%).

Mjólkursamsalan í núverandi mynd varð til við hagræðingu í mjólkuriðnaðinum sem hófst skipulega um miðjan tíunda áratuginn þegar stjórnvöld ákváðu að lækka þyrfti kostnað við vinnslu á mjólk. Sameinaðist rúmur tugur félaga í mjólkuriðnaði í færri einingar næsta áratuginn. Sem dæmi sameinaðist Mjólkursamsalan í Reykjavík, Mjólkurbúi Flóamanna árið 2005 undir nafninu MS eftir samstarf árin á undan. Mjólkursamlag Ísfirðinga var selt til MS árið 2006. Árið 2000 runnu Mjólkursamlög KEA og Húsavíkur saman við Grana, sem var einkahlutafélag í eigu bænda, undir nafni Norðurmjólkur. Þessar sameinuðu mjólkurvinnslur runnu síðar saman og mynduðu Mjólkursamsöluna ásamt Osta og smjörsölunni.

Mjólkursamsalan í núverandi mynd hefur starfað frá 2007. Elst fyrirtækið í þessu sameinaða félagi, MS, er Mjólkursamlag KEA, sem var stofnað á sérstökum fulltrúafundi Kaupfélagsins 4. Sep 1927, sem telst vera stofndagur MS.

Í stjórn MS eru eingöngu kúabændur og eru þeir kjörnir til starfa af eigendum fyrirtækisins. Áhersla er á að raddir sem flestra eigenda heyrist og eru árlega haldnir fundir með eigendum fyrirtækisins víðs vegar um landið.

Hlutverk Mjólkursamsölunnar er að taka við mjólk frá kúabændum og framleiða afurðir í takt við þarfir markaðarins. MS safnar mjólk frá öllum eigendum sínum víðs vegar um landið og flytur í mjólkurstöðvar á Selfossi, Akureyri, Egilsstöðum, Búðardal og Reykjavík. MS dreifir tilbúnum mjólkurvörum til ríflega 3000 viðskiptavina um allt land.

  

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?