Samfélagsleg ábyrgð

 

Samfélagsleg ábyrgð Mjólkursamsölunnar er þríþætt: Við öxlum samfélagslega ábyrgð hvað varðar vörur fyrirtækisins, mannauð okkar og samfélagið. Mál sem við látum okkur varða snúa að: dýravelferð, matvælaöryggi, hollustu framleiðsluvara, umhverfisvernd, bættu heilbrigði og lýðheilsu, málrækt, heilbrigði í viðskiptaháttum og frumkvöðlastarfsemi. Áherslur í mannauðsmálum snúa að fjölbreytni, jafnrétti, öryggi, vinnuvernd og forvörnum gegn einelti.

 

VÖRUR

Með því að setja kröfur á birgja um gæði hráefnis samkvæmt gæðastefnu MS stuðlum við að dýravelferð þar sem gæði mjólkur byggjast á aðbúnaði og góðri umhirðu kúa. Að sama skapi hefur þetta einnig áhrif á matvælaöryggi.

Við höfum sett okkur hollustustefnu sem endurspeglar áherslur samtímans á minni sykur í mjólkurafurðum og betri innihaldslýsingar á vörum.

MANNAUÐUR

Ein helsta auðlind Mjólkursamsölunnar er mannauður þess og þekkingin og reynslan sem hann býr yfir. Til að hlúa að starfsfólki höfum við sett fram skýra mannauðsstefnu. Vellíðan og öryggi starfsfólksins er okkur hugleikin og því höfum við einnig markað okkur stefnu um öryggi og vinnuvernd og um forvarnir gegn einelti og kynferðislega áreitni.

Við styðjum við fjölbreytni í íslensku atvinnulífi með starfsfólk frá mörgum þjóðlöndum.

SAMFÉLAGIÐ

Umhverfisstefna okkar lýsir hvernig fyrirtækið leitast við að endurspegla umhverfisvæn sjónarmið í öllum skrefum virðiskeðjunnar. Ytri umbúðir verði margnota, þær verði framleiddar úr efnum sem eru endurnýtanleg og séu eins umhverfisvæn og kostur er ásamt því að leggja ríka áherslu á flokkun sorps.

MS tekur þátt í ýmsum verkefnum þar sem við hvetjum til bættrar lýðheilsu og heilbrigði en við erum m.a. aðili að samstarfi við Beinverndarsamtökin og íþróttakennarafélag Íslands. Einnig hefur fyrirtækið unnið með landlæknisembætti Íslands og birt skilaboð frá því á mjólkurfernum. Til viðbótar leggur fyrirtækið áherslu á að styðja við íþróttastarf og hvetja til hreyfingar og holls mataræðis.

Við leggjum áherslu á málrækt með því að styðja við íslenska tungu í markaðsstarfi fyrirtækisins. Við bjóðum starfsfólki okkar af erlendum uppruna upp á íslenskukennslu svo þeir aðlagist samfélaginu betur og styðjum við verkefni sem efla íslenska tungu barna og unglinga. Við styðjum við íslenska ferðaþjónustu með því fræða neytendur um íslenska náttúru á mjólkurfernum.

Við stuðlum að því að efla íslenskt atvinnulíf með því að eiga í samstarfi við fjölmörg lítil frumkvöðlafyrirtæki. 
 


 


 

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?