Öryggis- og vinnuverndarstefna

Mjólkursamsalan (MS) leggur metnað sinn í að skapa sterka öryggismenningu og byggja upp öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi á öllum starfsstöðvum fyrirtækisins. Markmiðið er að koma í veg fyrir slys en einnig að stuðla að vellíðan og góðri heilsu starfsfólks og um leið að lágmarka fjarvistir vegna veikinda. Til að þetta verði að veruleika þurfa allir að vera meðvitaðir um eigin ábyrgð hvað varðar öryggi og vinnuvernd á vinnustaðnum hvort sem um er að ræða stjórnendur, verkstjóra, starfsfólk eða öryggisnefndir.

 

Starfsemi MS snýst að stórum hluta um söfnun mjólkur frá bændum, framleiðslu, pökkun og dreifingu mjólkurafurða. Meirihluti starfsfólks sinnir störfum þar sem vélakostur eða ökutæki koma við sögu. Á öllum starfsstöðvum skal vera til staðar uppfært áhættumat og starfræktar virkar öryggisnefndir sem sinna eftirfylgni í öryggismálum starfsmanna og miðla þekkingu og upplýsingum sín á milli. Öryggisteymi MS, með fulltrúum allra öryggisnefnda, skal hafa yfirsýn yfir stöðu fyrirtækisins í heild og gegna hlutverki samræmingaraðila öryggismála og tryggja að lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum sé fylgt. Til þess að auka virkni alls starfsfólks í að fylgja stefnu fyrirtækisins og tryggja gagnsæi og skýrleika, hafa markmið verið sett og ábyrgðaraðilar skilgreindir.

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?