Þjónusta

 

Mjólkursamsalan er eitt stærsta dreifingarfyrirtæki landsins.
Bílar fyrirtækisins flytja á ári hverju sem nemur um 150.000 tonnum
af mjólk frá framleiðendum til afurðastöðvanna. Vörur MS eru fluttar
til yfir þrjú þúsund viðskiptavina víðs vegar um landið. Þar með hafa
neytendur um allt land sama aðgang að vörum fyrirtækisins.

MS leggur mikla áherslu á góða þjónustu og tíð samskipti við viðskiptavini.
Starfsmenn MS veita viðskiptavinum ýmsa sérhæfða aðstoð, t.d. ráðgjöf við
rýmisráðstöfun verslanakæla, vörukynningar, vöruframstillingar og vörulausnir
fyrir stórnotendur.

Tíðar vörukynningar MS gefa neytendum kost á að fylgjast stöðugt með vörunýjungum
og fá fræðslu um eiginleika og hollustu mjólkurvara. 

 

MS heldur einnig úti öflugum pantanavef fyrir viðskiptavini.
Pantanavefur

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?