MS Reykjavík

Höfuðstöðvar og aðalskrifstofa Mjólkursamsölunnar ehf. eru á Bitruhálsi 1 í Reykjavík. Þar hafa aðsetur, forstjóri og framkvæmdastjórar fjármálasviðs, framleiðslusviðs og sölu- og markaðssviðs, ásamt starfsmönnum. 
Hjá MS Reykjavík fer fram öll bita- og sneiðapökkun á osti sem framleiddur er á öðrum framleiðslustöðvum MS.
Í MS Reykjavík er aðalvöruhús fyrirtækisins sem geymir birgðir af öllum framleiðsluvörum MS, þar með taldar allar tegundir ferskvöru, osta og smjörvöru, auk geymsluþolinna vara. Þar fer fram umfangsmikil vörutiltekt og þaðan er stöðug dreifing á mjólkurvörum um höfuðborgarsvæðið og stóran hluta landsins.
Alls starfa 170 starfsmenn hjá MS Reykjavík.

MS Reykjavík
Bitruhálsi 1
110 Reykjavík
Sími: 450 1100
Söludeild:
Sími: 450 1111
Netfang: soludeild@ms.is

Orkan sem er notuð á Bitruháls 1 er endurnýjanleg orka. 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?