MS Akureyri

MS Akureyri tekur á móti mjólk frá mjólkurframleiðendum á Eyjafjarðarsvæðinu og í S-Þingeyjarsýslu.
Starfsemin skiptist í mjólkurflutninga, smjörgerð og súrmjólkurframleiðslu, mjólkurátöppun og ostagerð (brauðostar, sérostar, mysingur rjómaostar, kotasæla, kryddostar og smurostar). Auk þess er framleidd á Akureyri ýmis smávara s.s. Hrísmjólk, grjónagrautur, ostakökur, óhrært skyr og Smámál.

Vinnslan hjá MS Akureyri er því afar fjölbreytt og tekur sífelldum breytingum þar sem tækniframfarir í iðnaðinum eru örar. Ný fullkomin ostagerð var formlega tekin í notkun 2013. Árlega er unnið úr u.þ.b. 38 milljónum lítra af mjólk, frá u.þ.b. 130 bændum og fer stærsti hluti mjólkurinnar til ostagerðar eða 60–65 %. Öll mysa sem fellur til við vinnsluna er keyrð í gegnum tækjabúnað sem síar þurrefnin frá svo hægt er að nýta þau áfram í framleiðslu.

MS Akureyri sinnir sölu á Norður- og Austurlandi og nær sölusvæðið frá Hrútafirði að Jökulsárlóni. Jafnframt dreifir MS Akureyri vörum á Norðurlandi. MS Akureyri starfrækir einnig viðhaldsdeild, mjólkureftirlit og rannsóknarstofu en alls starfa 80 manns í ýmsum deildum, við framleiðslu og dreifingu. MS Akureyri hefur gæðavottun samkvæmt BRC matvælastaðlinum.

 

MS Akureyri

Súluvegi 1

600 Akureyri

Sími: 450 1100

 

Mjólkurbússtjóri:

Kristín Halldórsdóttir

Netfang: kristinh@ms.is

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?