Mannauður

Mjólkursamsalan er fjölbreyttur vinnustaður og þar starfar samheldinn hópur sem býr hvort tveggja yfir mikilli þekkingu og færni í sínu starfi. Alls eru starfsmenn fyrirtækisins 449, þ.e. í byrjun árs 2018. Starfsstöðvar fyrirtæksins eru á fimm stöðum á landinu: Reykjavík, Selfossi, Akureyri, Búðardal og Egilsstöðum. 

Meginmarkmið okkar er ánægt starfsfólk sem hefur skýra ábyrgð, góða sérþekkingu í mjólkuriðnaði og vinnur saman sem ein liðsheild að markmiðum félagsins.

Hér er hægt að lesa sér til um stefnu fyrirtækisins í starfsmannamálum

Tegundir starfa hjá Mjólkursamsölunni

Við þurfum fjölbreyttan hóp starfsfólks með hæfileika, menntun og reynslu á ýmsum sviðum því það þarf að sinna margskonar störfum til þess að koma mjólkurvörum á markað til dæmis; mjólkurfræðinga, sérfræðinga í gæðaeftirliti, bílstjóra, verkstæðis- og viðhaldsfólk, lagerstarfsfólk, sölufulltrúa, vörukynna, þjónustufulltrúa, verkafólk við framleiðslu og pökkun, skrifstofufólk og aðra sérfræðinga. Lögð er áhersla á fjölbreytta samsetningu starfsfólks en í dag starfa um tuttugu þjóðerni hjá Mjólkursamsölunni. Við ráðningar veljum við hæfustu einstaklingana í starfið með metnað, samvinnu, jákvæðni og ábyrgð að leiðarljósi.

 

 

 

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?