Hvað er Leifturhitun (UHT - Ultra high temperature)?

Leifturhitun  (UHT - Ultra high temperature) er þegar mjólk er hituð í örstuttan tíma, 2-6 sekúndur, upp í 135-150°C. Þessi aðferð eykur endingartíma mjólkurinnar sem þarf ekki lengur að vera kæld. Aðferðin hefur ekki áhrif á næringarinnihald mjólkurinnar en hefur örlítil áhrif á bragðið. Ekki er algengt hérlendis að leifturhita venjulega hvíta mjólk en þó er hægt er að kaupa G-mjólk og G-kaffirjóma. Aðrar G-vörur eru m.a. Kókómjólk, ýmsar tegundir Hleðslu og Næring+ svo einhverjar séu nefndar.

 

Heimildir:

https://www.arla.dk/artikler/hvad-er-uht-malk/

https://www.reglugerd.is/reglugerdir/eftir-raduneytum/atvinnuvega--og-nyskopunarraduneyti/nr/18397

 

Fleiri algengar spurningar og svör

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?