Hvað endist mjólk lengi?

Fersk mjólk er með 12 daga geymsluþol. Hægt er að sjá svokallaða best fyrir dagsetningu efst á fernunni. Mjólkin geymist þó oft mun lengur en  uppgefin dagsetning, því ber að treysta á augun og nefið þegar svo á við og koma þannig í veg fyrir matarsóun.

Hægt er að kaupa G- mjólk sem endist lengur en þá er búið að leifturhita hana til þess að auka geymsluþol. Hana má geyma óopnaða við stofuhita, en eftir opnun á að geyma hana í kæli.

 

Heimild:

http://www.matarsoun.is/default.aspx?pageid=06d03511-0b03-11e6-a224-00505695691b#geymslutolsdagsetningar

 

Fleiri algengar spurningar og svör

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?