Er mjólk gerilsneydd?

Mjólk inniheldur náttúrulega fjölbreytta gerlaflóru, meðal annars mjólkursýrugerla. Mjólk er gerilsneydd á Íslandi samkvæmt reglugerð um mjólkurvörur en var lögfest á Íslandi fyrst árið 1933. Við gerilsneyðingu eyðist stór hluti gerlaflóru mjólkurinnar, en þó lifa alltaf einhverjir gerla af gerilsneyðinguna.

Gerilsneyðing útrýmir hins vegar öllum sjúkdómsvaldandi bakteríum sem mögulega geta verið til staðar í mjólkinni og er því mikilvæg til að tryggja öryggi mjólkurinnar. Þannig er mjólkurstöðvum skylt að gerilsneyða alla mjólk sem kemur til innvigtunar og óheimilt er að flytja inn ógerilsneyddar mjólkurvörur, til dæmis osta.

Heimild: visindavefurinn.is

 

Gerilsneyðing útrýmir hins vegar öllum sjúkdómsvaldandi bakteríum sem mögulega geta verið til staðar í mjólkinni og er því mikilvæg til að tryggja öryggi mjólkurinnar. Þannig er mjólkurstöðvum skylt að gerilsneyða alla mjólk sem kemur til innvigtunar og óheimilt er að flytja inn ógerilsneyddar mjólkurvörur, til dæmis osta.

Heimild:

https://www.reglugerd.is/reglugerdir/eftir-raduneytum/atvinnuvega--og-nyskopunarraduneyti/nr/18397

 

Fleiri algengar spurningar og svör

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?