Dregið úr sykri í mjólkurvörum

Markvisst unnið að því að draga úr sykri í núverandi vöruflokkum

Í vöruþróunarstarfi undanfarinna ára hjá Mjólkursamsölunni hefur mikil áhersla verið lögð á sykurminni vörur og hefur verið dregið úr sykri í fjölmörgum bragðbættum vörum sem þegar voru á markaðnum ásamt því að bæta við nýjungum þar sem leitast var við að halda sykrinum í lágmarki. Á undanförnum árum hafa nokkrar slíkar vörur litið dagsins ljós, eins og sykurskert Kókómjólk og sykurminna Skólajógúrt, auk þess sem dregið hefur verið úr sykri í vöruflokkum á borð við Skyr.is, Óskajógúrt og Húsavíkurjógúrt.

Vöruþróunarteymi MS leggur áherslu á að bjóða neytendum upp á fjölbreytt vöruúrval og MS býður upp á breitt úrval af næringarríkum mjólkurvörum, allt frá smjöri og ostum yfir í skyrdrykki og jógúrt.  Í dag er svo komið að neytendur hafa fjölbreytt val í öllum helstu vöruflokkum MS. Rúmlega 92% af allri mjólk sem kemur til MS fer í hreinar afurðir eða vörur án viðbætts sykurs.
Í töflunni hér að neðan má sjá hvernig tekist hefur að minnka sykurinn í núverandi vöruflokkum MS án þess þó að það dragi úr bragðgæðum vörunnar.

 

Sykur minnkaður kerfisbundið í flestöllum núverandi vöruflokkum frá 2012-2015


Aðrar vörur eins og Engjaþykkni, Hrísmjólk og Smámál hafa verið sett undir eftirréttalínu MS, MS eftirréttir.

Fleiri algengar spurningar og svör

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?