Afhverju er notaður sykur á móti stevía?

Algengar fyrirspurnir sem koma frá neytendum í dag tengt vörunýjungunum í KEA línunni sem innihalda stevía snúa að því hvers vegna varan inniheldur sykur á móti stevíunni.

Hvernig er hægt að svara þessu?

Varðandi fyrirspurnir hvers vegna það er notaður sykur þegar varan inniheldur stevía. Þar sem stevía hefur einkennandi lakkrískennt aukabragð, innihalda flestar mjólkurvörur með stevíu einnig sykur til að breiða yfir þetta aukabragð. Almennt er stevía notuð í mjólkurvörur til að draga úr sykri en ekki taka hann alveg út, hægt að ná honum niður um 30-50%, en ef lengra er farið, þá fer lakkrískeimurinn að koma inn, sem er ekki æskilegt nema kannski ef um lakkrísblandaða vöru er að ræða. Í KEA skyri með ananas og mangó er búið að taka sykur niður um 50% á móti stevíunni, þannig að viðbættur sykur í vörunni er 4%. Stevían er notuð með svipuðum hætti erlendis í mjólkurvörur.

En svo má bæta við að í KEA skyrdrykknum er agave minnkað um helming á móti stevíunni, og kolvetni því mun lægri en í öðrum KEA skyrdrykkjum. 

Fleiri algengar spurningar og svör

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?