Af hverju er sykur í sumum mjólkurvörum?

Mjólkurvörur eru ríkar af próteini, kalki, vítamínum og steinefnum og þrátt fyrir að sumar sýrðar mjólkurvörur innihaldi viðbættan sykur eru þær samt sem áður ríkar af þessum hollustuefnum. Mjólk og mjólkurvörur innihalda mjólkursykur (laktósa) frá náttúrunnar hendi sem flokkast ekki sem viðbættur sykur en í venjulegri nýmjólk eru 4,5 g mjólkursykur í hverjum 100 g og hreinu Ísey skyri 3,7 g í hverjum 100 g.

MS hefur unnið markvisst að því frá árinu 2004 að minnka hlutfall viðbætts sykurs í afurðum sínum og í dag eru um 85% af öllum vörum fyrirtækisins án viðbætts sykurs. Samkvæmt rannsóknum sem Embætti landslæknis hefur gert á neysluvenjum Íslendinga kemur 6% af þeim viðbætta sykri sem landsmenn neyta úr mjólkurvörum en 80% kemur úr drykkjum, sælgæti og kexi. Sjá ítarlegar niðurstöður úr rannsókninni hér: Hvað borða Íslendingar?


 

MS hefur í fjölda ára sett sér markmið um draga úr sykri í vörutegundum sínum og hefur þessi vinna verið í gangi markvisst í nokkur ár. Nýverið setti MS á markað fyrstu íslensku mjólkurvöruna sem er einungis bragðbætt með ávöxtum og kallast nýja vörulínan Ísey ÁN þar sem skyrið inniheldur engan viðbættan sykur og engin sætuefni. Ísey ÁN er afrakstur langs og strangs vöruþróunarferlis innan fyrirtæksins þar sem áhersla var lögð á að koma með vöru sem væri án alls sykurs og sætuefna en jafnframt bragðgóða. Til að byrja með verða tvær bragðtegundir í boði, annars vegar með suðrænum ávöxtum og hins vegar með perum og bönunum og eru þessar vörur meðal þeirra fyrstu sinnar tegundar í heiminum. 

Samhliða þessari vinnu höfum við lagt áherslu á að kynna aðra valkosti fyrir neytendum og höfum stóraukið framboðið af kolvetnaskertum vörum, m.a. með tilkomu nýrra bragðtegunda í skyri. Við höfum líka lagt áherslu á að kynna fyrir neytendum hreinar vörur, t.d. hreint Ísey skyr og MS léttmál, en sú vörulína samanstendur af grískri jógúrt, kotasælu og grjónagraut. Við leggjum áherslu á að neytendur hafi val í sem flestum vöruflokkum og geti valið um hreinar vörur, vörur með sætuefnum og vörur með viðbættum sykri, en upplýsingar um þá valkosti er að finna á heimasíðunni okkar ms.is/thittervalid, og þar eru jafnframt leiðbeiningar um lestur innihaldslýsinga. MS mun vinna áfram að því næstu árin að auka gagnsæi um hollustu og innihald mjólkurvara og styðja við heilbrigt líferni neytenda.

Fleiri algengar spurningar og svör

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?