Algengar spurningar og svör

Eru hormónar í mjólk?

30.08.2019 | Eru hormónar í mjólk?

Notkun hormóna í íslenskum landbúnaði er bönnuð og lyfjanotkun afar lítil.

Hvað er Leifturhitun (UHT - Ultra high temperature)?

30.08.2019 | Hvað er Leifturhitun (UHT - Ultra high temperature)?

Leifturhitun (UHT - Ultra high temperature) er þegar mjólk er hituð í örstuttan tíma, 2-6 sekúndur, upp í 135-150°C. Þessi aðferð eykur endingartíma mjólkurinnar sem þarf ekki lengur að vera kæld. Aðferðin hefur ekki áhrif á næringarinnihald mjólkurinnar en hefur örlítil áhrif á bragðið. Ekki er algengt hérlendis að leifturhita venjulega hvíta mjólk en þó er hægt er að kaupa G-mjólk og G-kaffirjóma. Aðrar G-vörur eru m.a. Kókómjólk, ýmsar tegundir Hleðslu og Næring+ svo einhverjar séu nefndar.

Er mjólk gerilsneydd?

30.08.2019 | Er mjólk gerilsneydd?

Mjólk inniheldur náttúrulega fjölbreytta gerlaflóru, meðal annars mjólkursýrugerla. Mjólk er gerilsneydd á Íslandi samkvæmt reglugerð um mjólkurvörur en var lögfest á Íslandi fyrst árið 1933. Gerilsneyðing útrýmir öllum sjúkdómsvaldandi bakteríum sem mögulega geta verið til staðar í mjólkinni og er því mikilvæg til að tryggja öryggi mjólkurinnar.

Af hverju er mjólk fitusprengd?

30.08.2019 | Af hverju er mjólk fitusprengd?

Fitusprenging mjólkur kemur í veg fyrir að fitan í mjólkinni skilji sig og setjist efst í mjólkurfernuna.

Hvað er mikið af sykri í mjólk?

30.08.2019 | Hvað er mikið af sykri í mjólk?

Í mjólk er engin viðbættur sykur en í henni er náttúrulegur mjólkursykur sem einnig er kallaður laktósi. Magn mjólkursykurs í venjulegri nýmjólk er um 4,7 g í 100 g.

Hvað er pH gildið í mjólk?

30.08.2019 | Hvað er pH gildið í mjólk?

Í mjólk er sýrustig eða pH gildið um 6,3-6,6. sem er nálægt því að vera hlutlaust en það er þegar pH gildið er 7. Drykkir sem eru með pH gildi fyrir neðan 5,5 geta verið skaðlegir tönnum. Því lægra pH gildi þeim mun súrari er varan og meiri hætta á glerungseyðingu.

Hvaða mjólk er hollust?

30.08.2019 | Hvaða mjólk er hollust?

Oft er mismunandi milli einstaklinga hvaða mjólk hentar. Hægt er að fá mjólk með viðbættum vítamínum svo sem D-vítamíni, mismunandi fituinnihaldi og laktósalausa. Endilega veldu þá sem þér finnst best, mjólk er full af næringarefnum.

Get ég drukkið of mikið af mjólk?

30.08.2019 | Get ég drukkið of mikið af mjólk?

Get ég drukkið of mikið af mjólk?
Eins og með flest er allt best í hófi hvort sem það er mjólk eða grænkál. Mjólk er holl og næringarrík vara. Embætti landlæknis ráðleggur að neyta 2 skammta af mjólk og mjólkurvörum á dag.

Hvað endist mjólk lengi?

30.08.2019 | Hvað endist mjólk lengi?

Fersk mjólk er með 12 daga geymsluþol. Hægt er að sjá svokallaða best fyrir dagsetningu efst á fernunni. Mjólkin geymist þó oft mun lengur en uppgefin dagsetning, því ber að treysta á augun og nefið þegar svo á við og koma þannig í veg fyrir matarsóun.
Hægt er að kaupa G- mjólk sem endist lengur en þá er búið að leifturhita hana til þess að auka geymsluþol. Hana má geyma óopnaða við stofuhita, en eftir opnun á að geyma hana í kæli.

Af hverju notar MS plastumbúðir?

24.07.2019 | Af hverju notar MS plastumbúðir?

Mjólkursamsalan hefur stigið þónokkur skref til að draga úr plastnotkun og nú síðast flutt alla skyr- og jógúrtdrykki úr plastdósum í nýjar og umhverfisvænni pappafernur. Við erum sífellt að skoða leiðir til að draga úr plasti í skyr-, jógúrt- og ...

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?