Beint í efni
En

Spurningar og svör

Notkun hormóna í íslenskum landbúnaði er bönnuð og lyfjanotkun afar lítil.

Heimildir:

Leifturhitun (UHT - Ultra high temperature) er þegar mjólk er hituð í örstuttan tíma, 2-6 sekúndur, upp í 135-150°C. Þessi aðferð eykur endingartíma mjólkurinnar sem þarf ekki lengur að vera kæld. Aðferðin hefur ekki áhrif á næringarinnihald mjólkurinnar en hefur örlítil áhrif á bragðið. Ekki er algengt hérlendis að leifturhita venjulega hvíta mjólk en þó er hægt er að kaupa G-mjólk og G-kaffirjóma. Aðrar G-vörur eru m.a. Kókómjólk, ýmsar tegundir Hleðslu og Næring+ svo einhverjar séu nefndar.

Heimildir:

Mjólk inniheldur náttúrulega fjölbreytta gerlaflóru, meðal annars mjólkursýrugerla. Mjólk er gerilsneydd á Íslandi samkvæmt reglugerð um mjólkurvörur en var lögfest á Íslandi fyrst árið 1933. Gerilsneyðing útrýmir öllum sjúkdómsvaldandi bakteríum sem mögulega geta verið til staðar í mjólkinni og er því mikilvæg til að tryggja öryggi mjólkurinnar.

Gerilsneyðing útrýmir hins vegar öllum sjúkdómsvaldandi bakteríum sem mögulega geta verið til staðar í mjólkinni og er því mikilvæg til að tryggja öryggi mjólkurinnar. Þannig er mjólkurstöðvum skylt að gerilsneyða alla mjólk sem kemur til innvigtunar og óheimilt er að flytja inn ógerilsneyddar mjólkurvörur, til dæmis osta.

Heimild: visindavefurinn.is

Gerilsneyðing útrýmir hins vegar öllum sjúkdómsvaldandi bakteríum sem mögulega geta verið til staðar í mjólkinni og er því mikilvæg til að tryggja öryggi mjólkurinnar. Þannig er mjólkurstöðvum skylt að gerilsneyða alla mjólk sem kemur til innvigtunar og óheimilt er að flytja inn ógerilsneyddar mjólkurvörur, til dæmis osta.

Heimild:

Í mjólk er engin viðbættur sykur en í henni er náttúrulegur mjólkursykur sem einnig er kallaður laktósi. Magn mjólkursykurs í venjulegri nýmjólk er um 4,7 g í 100 g.

Í mjólk er sýrustig eða pH gildið um 6,3-6,6. sem er nálægt því að vera hlutlaust en það er þegar pH gildið er 7. Drykkir sem eru með pH gildi fyrir neðan 5,5 geta verið skaðlegir tönnum. Því lægra pH gildi þeim mun súrari er varan og meiri hætta á glerungseyðingu.

Heimildir:

Eins og með flest er allt best í hófi hvort sem það er mjólk eða grænkál. Mjólk er holl og næringarrík vara. Embætti landlæknis ráðleggur að neyta 2 skammta af mjólk og mjólkurvörum á dag.

Heimild:

Fersk mjólk er með 12 daga geymsluþol. Hægt er að sjá svokallaða best fyrir dagsetningu efst á fernunni. Mjólkin geymist þó oft mun lengur en uppgefin dagsetning, því ber að treysta á augun og nefið þegar svo á við og koma þannig í veg fyrir matarsóun.
Hægt er að kaupa G- mjólk sem endist lengur en þá er búið að leifturhita hana til þess að auka geymsluþol. Hana má geyma óopnaða við stofuhita, en eftir opnun á að geyma hana í kæli.

Heimild:

Fitusprenging mjólkur kemur í veg fyrir að fitan í mjólkinni skilji sig og setjist efst í mjólkurfernuna.

Oft er mismunandi milli einstaklinga hvaða mjólk hentar. Hægt er að fá mjólk með viðbættum vítamínum svo sem D-vítamíni, mismunandi fituinnihaldi og laktósalausa. Endilega veldu þá sem þér finnst best, mjólk er full af næringarefnum.

Mjólkursamsalan hefur stigið þónokkur skref til að draga úr plastnotkun og nú síðast flutt alla skyr- og jógúrtdrykki úr plastdósum í nýjar og umhverfisvænni pappafernur. Við erum sífellt að skoða leiðir til að draga úr plasti í skyr-, jógúrt- og ostaumbúðum í samráði við bæði innlend og erlend fyrirtæki sem sérhæfa sig í umbúðalausnum fyrir matvæli. En á sama tíma og kröfur um umhverfisvænar umbúðir eru háværar er mikilvægt að hugsa til þess að umbúðir séu sterkar og góðar svo gæði og geymsluþol varanna haldist sem best. Því miður eru plastumbúðir enn sem komið er besta lausnin fyrir skyr, jógúrt og ost en við hvetjum neytendur til að skila öllum umbúðum frá okkur til endurvinnslu.

MS hóf nýverið sölu á ostasneiðum í minni pakkningum, en við höfum fengið óskir þess efnis frá neytendum og verslunum í nokkur ár. Plastið í 8 sneiða boxinu er minna en plastið í 16 boxinu þar sem askjan er grynnri. Þessar pakkningar eru hugsaðar fyrir minni heimili þar sem stærri einingar, með 16 sneiðum, eru of stórar og því voru sumir viðskiptavinir að lenda í því að henda síðustu sneiðunum. Of stórar pakkningarnar geta þannig stuðlað að matarsóun, en með góðum og endurlokanlegum umbúðum má draga úr matarsóun sem er mikill kostur og eitt af markmiðum MS.

MS leggur mikla áherslu á að fylgjast vel með allri framþróun í umhverfisvænni og plastminni umbúðalausnum og munu starfsmenn fyrirtæksins gera sitt besta í þessum efnum sem öðrum.