Ábendingar og kvartanir

MS leggur mikinn metnað í að framleiða gæðavörur úr íslenskri mjólk og biðjumst við innilega velvirðingar á því ef vara hefur ekki staðist kröfur þínar eða verið gölluð að einhverju leyti. Við metum mikils allar ábendingar og kvartanir sem okkur berast og biðjum þig vinsamlega að fylla út meðfylgjandi skráningarform svo ábendingin komist í rétt ferli hjá gæðateymi okkar.

Öllum erindum verður svarað innan 10 virkra daga og biðjum við þig að geyma vöru/umbúðir þar til ábendingu þinni hefur verið svarað.

Dæmi: Léttmjólk, 1 l, L4 – tími 08:07 eða KEA skyr vanillu, 200 g, L3 06 04 – tími 08:26

ATH: Nauðsynlegt er að fylla út alla reiti merkta með *

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?