Land, þjóð og tunga - Veggspjöld

 

Land,  þjóð og tunga

Íslenska er okkar mál og móðurmálið er einn af þeim hornsteinum sem við viljum efla og varðveita.
Um áraraðir hefur Mjólkursamsalan lagt sitt af mörkum við að varðveita og rækta þjóðartunguna með fjölmörgum hætti.

Veggspjaldið með Jónasi Hallgrímssyni er þriðja veggspjaldið sem Mjólkursamsalan gefur út undir merkjum átaksins Íslenska er okkar mál. Hið fyrsta kom út árið 1996, þar sem andlit Jóns Sigurðssonar var sett saman úr ljósmyndum af Íslendingum. Árið 2002, þegar 100 ár voru liðin frá fæðingu Halldórs Laxness, kom annað veggspjaldið út þar sem andlit Halldórs birtist gegnum tilvitnanir í íslensk bókmenntaverk. Með þessu þriðja veggspjaldi hefur MS dregið fram hina sönnu þrenningu íslenskrar menningar: land, þjóð og tungu.

Íslenska er okkar mál - Veggspjöld

Viltu eignast veggspjöldin?

Ef þú vilt eignast veggspjöldin þrjú sendu okkur póst á soludeild@ms.is með upplýsingum um nafn, heimilisfang og símanúmer. Tilgreindu ennfremur hvort þú vilt nálgast veggspjöldin hjá Mjólkursamsölunni, Bitruhálsi 1, Reykjavík eða fá þau send. Sendingin er án endurgjalds.

Veggspjöldin þrjú draga fram hina sönnu þrenningu íslenskrar menningar: Land, þjóð og tungu.

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?