Fullveldisfernur

100 ára fullveldi Íslands fagnað á jólafernum MS

Í nóvember 2018 leit dagsins ljós afrakstur samstarfs afmælisnefndar fullveldis Íslands og Mjólkursamsölunnar þegar sérstakar fullveldisfernur komu í verslanir. Fernurnar prýða sex mismunandi textar og myndskreytingar um markverða atburði sem áttu sér stað á árinu 1918 og má þar nefna Kötlugos og frostaveturinn mikla.

Mjólkursamsalan hefur allt frá árinu 1994 beitt sér fyrir eflingu móðurmálsins og var hugmynd afmælisnefndar um samstarf því vel tekið. Mjólkurfernur koma við sögu á borðum flestra landsmanna á degi hverjum og eru þær því sterkur og skemmtilegur miðill til að koma jákvæðum skilaboðum og fróðleik á framfæri. Samstarf afmælisnefndar við Mjólkursamsöluna var liður í stærra verkefni sem afmælisnefnd var falið samkvæmt þingsályktun og miðar að því að vekja áhuga ungs fólks á fullveldisárinu og þeim merka áfanga sem náðist með sambandslögunum árið 1918. Á vefsíðu afmælisnefndar fullveldi1918.is má finna námsefni og ýmsan fróðleik um fullveldisárið fyrir öll skólastig og er samstarf afmælisnefndar og Mjólkursamsölunnar liður í að færa fræðslu um fullveldisárið inn á sem flest heimili í landinu.

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?