Fernuflug III - 2007

 

Fernuflug III

Mjólkursamsalan efndi samkeppni um texta á mjólkurfernur með þriðja fernufluginu árið 2006. Samkeppnin var unnin í samvinnu við Samtök móðurmálskennara. Um var að ræða tvískipta kenni, annar vegar á meða grunnskólanema í 5., 6. og 7. bekk og hins vegar á meðal framhaldskólanema. 
Þátttakendur voru beðnir um að skrifa stuttan texta undir yfirskriftinni: "Hvað er að vera ég." Það mátti velja formið á textanum og gat það verið hvort sem er örsaga, örleikrit, ljóð, óformleg hugleiðing eða hnitmiðuð yfirlýsing svo dæmi séu tekin.

Smelltu hér til að skoða upplýsingar um Fernuflug III.
Smelltu hér til að skoða vinningshafana.

Andleg næring á mjólkurfernumMjólk - Andleg næring á fernum

Óvenjulegir bókmenntaþættir voru sýndir í sjónvarpinu til að vekja athygli á þriðja Fernuflugi Mjólkursamsölunnar.

Í þáttunum eru tekin fyrir nokkur af þeim 64 ljóðum og örsögum sem hlutu verðlaun en alls bárust 2500 textar  frá nemendum í grunn- og framhaldsskólum landsins. 

Stjórnandi bókmenntaþáttanna er Haraldur Jónsson og bókmenntarýnir er Kolbrún Bergþórsdóttir.

Flutningur á ljóðum er í höndum Einars Kárasonar, Flosa Ólafssonar, Sigrúnar Eldjárn og Unni Birnu Vilhjálmsdóttur. Tvö ung ljóðskáld voru einnig kölluð til en þau; eru Edda Björg Ágústsdóttir 10 ára frá Hafnarfirði og Benedikt Óli Breiðdal Jóhannesson, 13 ára  úr Reykjavík. Ennfremur eru lesin upp ljóð eftir þau Jóhann Erlingsson, 11 ára frá Laugavatni og Sólveigu Óskarsdóttur 12 ára frá Kópavogi.

Leikstjóri er Styrmir Sigurðsson.

Hér er hægt að skoða auglýsingarnar. Smellið á þá auglýsingu sem þið viljið skoða.

Unnur Birna Einar Már guðmundsson
Flosi Ólafsson Sigrún Eldjárn

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?