Fernuflug

 

FernuflugMjólkurfernur eru á borðum a.m.k. einhvern hluta dags á hverju heimili og á flestum vinnustöðum landsins, og koma því fyrir augu þúsunda manna daglega. Þess vegna eru þær tilvalinn miðill til þess að ná augum almennings og koma skilaboðum til landsmanna um eitthvað sem skiptir okkur öll máli.

Fernurnar hafa í ýmsum löndum verið notaðar í auglýsingaskyni og í flestum tilvikum fyrir gott málefni sem vert er að styrkja. Í Bandaríkjunum t.d., þar sem hundruðir barna hverfa sporlaust árlega, hafa myndir af týndum börnum birst á fernunum og oft orðið til þess að viðkomandi barn finnist.

 

Fernuflugin
Samkeppni með grunnskólanemenda um efni til birtingar á mjólkurfernum var fyrst hleypt af stokkunum árið 2001 með s.k. Fernuflugi, og síðan hafa grunnskólanemendur ýmist verið texta- eða myndasmiðir og eftir þá hefur birst skemmtilegt efni á mjólkurumbúðum.

Annað Fernuflug fór í loftið árið 2004 og var það í samvinnu við Félag íslenskra myndlistarkennara. Samkeppnin tengdist myndlist og móðurmálinu og snerist um að teikna myndir við íslensk orðtök og málshætti.

Undir lok árs 2005 hófst undirbúningur þriðja Fernuflugsins. Það var unnið í samstarfi við Samtök móðurmálskennara, Íslenska málnefnd og menntamálaráðuneytið. Að þessu sinni var þema keppninnar „Hvað er að vera ég?“. Þátttakendur voru beðnir um að skrifa stuttan texta um þetta viðfangsefni. Í Fernuflugi III voru 64 textar valdir til birtingar og birtust þeir  á rúmlega 35 milljónum mjólkurferna frá árinu 2007.

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?