Vöruhandbók MS 2016-2017 er komin út

Ný vöruhandbók Mjólkursamsölunnar er komin út og gildir hún frá júní 2016 til maí 2017. Í vöruhandbókinni er að finna stærstan hluta af vöruúrvali MS en í henni eru um 420 vörunúmer. Auk upplýsinga um vörur fyrirtækisins er einnig að finna nokkrar upplýsingasíður t.d. um geymslu osta, þjónustuvef MS og vörudreifingu. Bókin er send viðskiptavinum MS, en einnig fáanleg hjá söludeild MS sem og í vöruafgreiðslu fyrirtækisins. Enn fremur er bókin aðgengileg á rafrænu formi á vef MS (undir vörur-vöruhandbók) og má fletta í gegnum hana með því að smella hér.

Símanúmer söludeildar er 450-1111 og er eitt og sama númerið fyrir landið allt. Á þjónustuvef MS, panta.ms.is, sem kynntur er í bókinni, geta viðskiptavinir m.a. pantað vörur, skoðað pantanir í vinnslu, skoðað bókaða reikninga, fengið hreyfingalista og margt fleira. Vefurinn er bæði einfaldur og þægilegur í notkun og hvetjum við viðskiptavini til að kynna sér hann frekar. Nánari upplýsingar fást hjá söludeild en einnig er hægt að fá heimsókn frá sölufulltrúa fyrirtækisins og sýnikennslu á vefinn.

Á myndunum hér að neðan má sjá nokkrar opnur úr nýjustu bókinni.

 

Fleiri vörunýjungar

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?