Tvær nýjungar í Ísey skyr vöruflokknum

Mjólkursamsalan hefur nú sett á markað tvær nýjar bragðtegundir af Ísey skyri en þær voru valdar af gestum sem voru viðstaddir kynningu á nýju vörumerki í Heiðmörk í sumar. Gestum gafst kostur á að velja á milli þriggja bragðtegunda og er skemmst frá því að segja að tvær slógu algjörlega í mark svo ákveðið var að setja þær báðar á markað.

Um er að ræða Ísey skyr með rabarbara og vanillu og Ísey skyr með kókos. Ísey skyr með rabarbara og vanillu er fitulaust skyr sem bragðbætt er með sykri en þessi tegund inniheldur 30% minni viðbættan sykur en aðrar sambærilegar tegundir í flokknum. Viðbættum sykri er haldið í lágmarki og er einungis 5,5% í nýja skyrinu og er þetta liður í þeirri stefnu MS að draga úr viðbættum sykri í mjólkurvörum.

Ísey skyr með kókos er kolvetnaskert, það er bragðbætt með sætuefnum og inniheldur 2% fitu en það gerir skyrið einstaklega mjúkt og bragðgott. Fyrr á árinu komu tvær bragðtegundir í flokkinn sem báðar innihalda 2% fitu og hafa þær notið mikilla vinsælda meðal neytenda, Ísey skyr með creme brulee og Ísey skyr með jarðarberjaböku.

Vöruþróun í Ísey skyr flokknum hefur verið mikil undanfarin ár og viðtökur nýjunga sýna svo ekki verður um villst að íslenskir neytendur taka fagnandi á móti nýjum og spennandi bragðtegundum.

Fleiri vörunýjungar

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?