Páskavörur MS komnar í sölu

Senn líður að páskum og rétt eins aðra hátíðisdaga vill fólk gjarnan gera vel við sig og sína í mat og drykk yfir hátíðarnar. Páskaostakakan hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár og bjóðum við því aftur upp á hana á þessu ári. Ostakökurnar frá Mjólkursamsölunni þekkjar margir og þær eru sérstaklega vinsælar sem eftirréttir og þykja góðar einar sér eða með ilmandi kaffi, kakó eða ísköldu mjólkurglasi. Páskaostakakan er gómsæt með ljúfum piparmyntutónum frá PIPP súkkulaði og því bíður þín ljúfur piparmyntukeimur í hverjum bita. Til að gera kökuna enn girnilegri er gott að bera hana fram með sætri súkkulaði-karamellusósu.
Kakan er fáanleg í öllum helstu matvöruverslunum og athugið að um takmarkað magn er að ræða.


Á sama tíma er boðið upp á Páskaostaþrennu, sem er sannkallaður sælkerapakki úr Dölunum. Í þrennunni eru þrír sérvaldir mygluostar á frábæru verði en það eru Dala-Auður, Dala-Kastali og Dala-Camembert. 

Páskaostaþrennan er kjörin sem tækifærisgjöf, glaðningur í fermingarveisluna, saumaklúbbinn eða bara til að njóta með fjölskyldunni.

Ekki má gleyma páskaeftirréttunum frá MS sem eru rétt eins og páskaeggin tilvalin til að gæða sér á til hátíðarbrigða enda eru páskarnir jú bara einu sinni á ári. Annars vegar Páska engjaþykkni með hríseggjum og hins vegar Páska jógúrt með gómsætri kornblöndu í toppinum.

Gleðilega páska!

 

 

Fleiri vörunýjungar

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?