Páskavörur Mjólkursamsölunnar komnar í sölu

Páskarnir eru skemmtilegur tími og það sama á við um páskana eins og aðra hátíðisdaga en þá leyfir fólk sér gjarnan meira í mat og drykk. Páskaostakakan sem Mjólkursamsalan setti á markað á síðasta ári vakti mikila lukku meðal neytenda og því bjóðum við aftur upp á hana í ár. Ostakökurnar frá Mjólkursamsölunni þekkjar margir og þær eru sérstaklega vinsælar sem eftirréttir og þykja góðar einar sér eða með ljúffengri , með ilmandi kaffi, kakó eða ísköldu mjólkurglasi. Páskaostakakan er eins og í fyrra með hinu vinsæla PIPP súkkulaði og þar bíður ljúfur piparmyntukeimur þín í hverjum bita. Kakan verður fáanlega í öllum helstu matvöruverslunum og athugið að um takmarkað magn er að ræða.

Á sama tíma verður jafnframt boðið upp á Páskaostinn sem nýtur alltaf mikilla vinsælda. Um er að ræða Gouda brauðost sem er aðeins bragðmeiri en hinn hefðbundni. Páskaostinn er líka upplagt að nota á ostabakkann um páskana og skera niður í litla bita og bera fram með vínberjum og góðri sultu.
 
Ljúffeng ostakaka með PIPP
piparmyntusúkkulaði.

Bragðgóður Gouda páskaostur sem hentar vel á brauð og á ostabakkann.

Fleiri vörunýjungar

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?