Páskaþrenna - þrír sérvaldir ostar úr Dölunum

Hafin er sala á Páskaostaþrennu en í þessum sælkerapakka eru þrír sérvaldir mygluostar úr Dölunum á frábæru verði.  Ostarnir sem eru í pakkningunni eru: Dala-Auður, Dala-Kastali og Dala-Camembert.

Páskaostaþrennan er kjörin sem tækifærisgjöf, glaðningur í fermingarveisluna, saumaklúbbinn eða bara til að eiga gæðastund með þínum nánustu.

 

Páskaostaþrennan kemur frá MS Búðardal þar sem ostameistarar fyrirtækisins hafa meðhöndlað ostana af kunnri natni og tilfinninngu sem skilar sér í ómótstæðilegri áferð og einstöku bragði, - gott handbragð úr Dölunum!

Páskaþrenna úr Dölunum með
þremur sérvöldum mygluostum

Fleiri vörunýjungar

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?