Nýtt KEA skyr með suðrænu bragði og stevíu

Fyrr á árinu bættist ný bragðtegund í KEA skyrs fjölskylduna, KEA með kókos, þar sem notuð var stevía að hluta í stað sykurs. Viðtökurnar fóru fram úr björtustu vonum og vöruþróun MS tók mið af kalli neytenda um sykurminna skyr í framhaldinu. Nú hefur verið sett á markað ný bragðtegund þar sem náttúrulegi sætugjafinn stevía er notaður, KEA með ananas og mangó. Skyrið er helmingi sykurminna en hefðbundnar tegundir í línunni. Kolvetnin eru aðeins 8,2 í 100 g og í hverri dós eru rúmlega 22 g af próteini. Nýja bragðtegundin kemur í 200 g dósum með skeið í lokinu. Hér á ferðinni kolvetnaskert og próteinríkt skyr með suðrænu bragði og vonum við að neytendur taki þessari hollu og spennandi nýjung vel. 

 

Fleiri vörunýjungar

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?