Nýtt frá MS - Vanillublanda í sjeikinn

Nú hefur ný vara frá MS litið dagsins ljós en um er að ræða gómsæta Vanillublöndu sem er hentar frábærlega til að búa til ljúffengan sjeik eða boost þegar maður vill leyfa sér eitthvað sætt og gott. Vanillublandan er bragðbætt nýmjólk með sætum vanillukeim og er tilvalin þegar mann langar að útbúa sinn eiginn sjeik, t.d. Uppáhald allra sem inniheldur Vanillublöndu, jarðarber, hindber og ísmola. Nýja Vanillublandan er unnin eftir erlendri fyrirmynd og er ekki hefðbundin drykkjarmjólk heldur er um að ræða bragðbætta mjólk sem er eins og áður segir t.d. ætluð er fyrir sjeika, eftirrétti og ísrétti. 

 

Við megum til með að deila með ykkur uppskrift að einum ljúffengum eftirrétti sem bloggari Gott í matinn, Gígja S. Guðjónsdóttir útbjó fyrir okkur en fleiri uppskriftir er að finna á vefnum gottimatinn.is

Vanillu ostakaka með oreo kexi

 

Uppskrift fyrir 4-6

 

300 g rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn

1 pakki Royal búðingur með vanillu

400 ml Vanillublanda frá MS

12 Oreo kexkökur

Jarðarber og rjómi fyrir toppinn

Rjómaostinum og Vanillublöndunni er hrært saman í hrærivél. Næst fer búðingsduftið út í og hrært vel þar til allir kekkir eru farnir og blandan er orðin silkimjúk.

Oreo kex er mulið og kexið og ostakökublandan sett til skiptis í skál eða glas.
Kökuna þarf að setja inn í ísskáp og kæla í minnst 30 mínútur áður en hún er borin fram.
Desertinn er síðan hægt að skreyta að vild og t.d. er gott er að nota þeyttan rjóma, jarðarber og mulið Oreo kex.

 

Fleiri vörunýjungar

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?