Nýtt - Skyr.is próteindrykkir

Í vikunni hófst sala á spennandi vörunýjung frá MS, um er að ræða nýjan Skyr.is próteindrykk  í 300 ml fernu með tappa. Um er að ræða þrjár bragðtegundir sem verða í boði til að byrja með; suðrænir ávextir,    jarðarber og bananar og að lokum mangó, spínat og engifer

Skyr.is drykkirnir eru 25% próteinríkari en áður og að auki eru þeir kolvetnaskertir og innihalda engan viðbættan sykur. Hér er því um að ræða frábæran og hollan valkost að morgunmat eða millimáli og mætti í raun kalla drykkina handhægt boozt sem þú getur gripið með þér þegar þú ert á ferðinni, í skóla eða vinnu, á leiðinni í fjallgöngu eða aðra útivist.

Fleiri vörunýjungar

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?