Nýtt - Hleðsluskyr

Á dögunum kom á markað nýtt skyr frá MS.
Hleðslu skyr er  nýr valkostur mjólkurrétta en það inniheldur 100% hágæðaprótein, framleidd úr íslenskri mjólk. Í upphafi er um tvær tegundir að ræða annars vegar Hleðslu skyr með bláberjum sem er jafnframt án hvíts sykurs og sætuefna og inniheldur agavesafa. Skammturinn inniheldur 22 g af próteini. Hins vegar Hleðslu skyr „hreint“ án ávaxta, skammturinn inniheldur 26 g af próteinum og varan ber hina norrænu „Skrárgatsmerkingu“    sem vísar á holl matvæli.
Hleðslu skyr er í 200 g dósum með skeið í lokinu og hentar vel sem máltíð, milli mála eða í  Boost drykki. 

Fleiri vörunýjungar

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?