Nýmjólk og léttmjólk nú í 1/2 lítra umbúðum

Nú eru léttmjólk og nýmjólk loksins fáanlegar í 1/2 lítra fernum með tappa, mjólkin er einnig D-vítamínbætt.

Stóran hluta ársins fá Íslendingar ekki nægilegt D-vítamín. Þess vegna fæst nú D-vítamínbætt léttmjólk
og nýmjólk. Í einu glasi er einn þriðji af ráðlögðum dagskammti. D-vítamín er nauðsynlegt fyrir vöxt og
þroska beina og hjálpar okkur að takast á við daginn með bros á vör.


Í nýlegri rannsókn á mataræði 15 ára unglinga á vegum Rannsóknastofu í næringarfræði við HÍ og
Landspítala kemur í ljós að innan við 5% stúlkna nær ráðlögðum dagskammti af D-vítamíni og innan
við 10% drengja. Þegar litið er til þess að á yngri árum er beinmyndun í hámarki og þörf fyrir D-vítamín
sérstaklega mikil þá er ljóst að bregðast þarf við.


D-vítamínbætt léttmjólk og nýmjólk - eins og hollur sólargeisli :-D

Fleiri vörunýjungar

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?