Nýjung - lgg+ með bláberjabragði

Nú er komin fjórða bragðtegundin í LGG+ vöruflokkinn, fyrir eru til jarðarberja, epli/perur og bragðbætt auk þess að hægt er á fá LGG+ hreint. Nýja tegundin með bláberjabragði þykir góð og frískandi og kemur á þeim tíma sem þjóðin tínir bláber í gríð og erg.

Dagleg neysla LGG+ eflir mótstöðuafl líkamans gegn margvíslegum sýkingum og stuðlar að vellíðan og hreysti.

LGG-gerillinn styrkir ónæmiskerfið og hefur jákvæð áhrif á ofnæmi.
Margar rannsóknir á LGG-gerlinum benda til að hann hafi jákvæð áhrif á ónæmiskerfið, t.a.m. hafa sést jákvæð áhrif á exem hjá börnum. LGG-gerillinn virðist einnig geta haft áhrif á fæðuofnæmi. Einnig hafa rannsóknir sýnt fram á minni kveftíðni hjá börnum sem fá LGG, t.a.m. sýndi nýleg rannsókn góð áhrif LGG-gerilsins á tíðni kvefs og annarra öndunarfærasjúkdóma á leikskólabörn. Þau sem fengu LGG fengu sjaldnar þessa kvilla en hin sem ekki fengu LGG.

Fleiri vörunýjungar

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?