Nýir KEA skyrdrykkir

Í kjölfar árangursríkrar upplyftingar á KEA skyri síðasta sumar er nú komið að breytingum á KEA skyrdrykkjum. Vinsælasti KEA skyrdrykkurinn með jarðarberjum og bönunum heldur áfram og er nú endurbættur í nýrri fernu. Tveir nýir drykkir eru svo kynntir til sögunnar og þar ber annars vegar að nefna KEA skyrdrykk með kaffi og vanillu og KEA skyrdrykk með kirsuberjum og vanillu. KEA skyrdrykkirnir eru próteinríkir og laktósalausir og bragðast einstaklega vel. 

KEA skyrdrykkur með kaffi og vanillu inniheldur ekta kaffi en í einni fernu eru 37 mg af koffíni sem samsvarar 1/3 úr kaffibolla og vonumst við til að neytendur taki þessum nýjungum vel.

Frekari upplýsingar er að finna á vefnum keaskyr.is

 

Fleiri vörunýjungar

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?