Ný kolvetnaskert og laktósafrí Hleðsla

Nýjasta viðbótin í Hleðslu vörulínuna er komin í verslanir en um er að ræða kolvetnaskerta og laktósafría Hleðslu með súkkulaðibragði. Kvetnaskert Hleðsla er nú þegar til í 250 ml fernu og hefur henni verið afar vel tekið frá því hún kom á markað, en nýja gerðin er ferskvara sem geymist í kæli og kemur hún í afar hentugri og notendavænni 330 ml fernu með skrúftappa.

Að sögn Björns S. Gunnarssonar, næringarfræðings og vöruþróunarstjóra MS er kolvetnaskerta Hleðslan „gædd öllum þeim eiginleikum sem forveri hennar hefur, til að mynda inniheldur hún 22 g af hágæða próteinum, en til viðbótar hefur verið dregið úr kolvetnainnihaldi með því að notast við sætuefnið súkralósa í stað agaveþykknis. Til viðbótar hefur allur laktósinn, þ.e. mjólkursykurinn, verið klofinn, sem þýðir að kolvetnaskert og laktósafrí Hleðsla hentar vel fólki með laktósaóþol og öðrum þeim sem finna til óþæginda í meltingarvegi við neyslu mjólkurvara, auk þess sem varan er kjörin fyrir þá sem vilja draga úr neyslu kolvetna.“ 

Fleiri vörunýjungar

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?