Ný bragðtegund í ostakökum - Ostakaka með karamellu

Ostakaka með karamellu – ný bragðtegund í Eftirlætislínuna


Á dögunum kom á markað Ostakaka með karamellu frá Mjólkursamsölunni. Ostakökurnar eru með vinsælli eftirréttum Íslendinga og þykja líka góðar einar sér með ilmandi kaffi eða kakói svo eð sé nefnt. Ostakökuumbúðirnar eru með glugga þar sem bragðþekjan blasir við á girnilegan máta. Ostakökurnar eru í álformi sem auðvelt er að fjarlægja og því tilvalið að setja ostakökuna á fallegan kökudisk, skreyta með berjum t.d og bera fram á augabragði við hin ýmsu tilefni. 

Nú geta unnendur ostakaka valið á milli sex bragðtegunda, tegundirnar sem fyrir eru á markaðnum eru; Bláberja-, Mandarínu-, Súkkulaði-, Sælkerakaffi og súkkulaðiflögu- og Hindberjaostakaka, ásamt nýjunginni:. Ostaköku með karamellu.

Fleiri vörunýjungar

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?