MS léttmál

MS Léttmál – ný vörulína frá MS

Í október kom á markað ný vörulína frá Mjólkursamsölunni sem hefur hlotið yfirheitið MS Léttmál. Vörurnar í línunni tilheyra ýmsum vöruflokkum en eiga það sammerkt að henta vel sem létt millimál fyrir fólk á ferðinni.

Vörurnar í línunni í dag eru  Grísk jógúrt með ljúffengum möndlu-, döðlu- og frætoppi og Kotasæla með berja- og möndlutoppi.

Gríska jógúrtin og Kotasælan eru báðar hreinar í grunninn og eru nýju topparnir án hvíts sykurs, en valið á toppunum var vel ígrundað og ríkir mikil ánægja með útkomuna. Möndlurnar eru bragðgóðar og trefjaríkar og gefa góða fyllingu á meðan berin gefa sætubragð frá náttúrunnar hendi. Hér er því um að ræða kærkomna viðbót í fjölbreytta vöruflóru MS, sem ætti að henta þeim sem kjósa þægindi og vilja hollt og fljótlegt millimál án viðbætts hvíts sykurs. 

Fleiri vörunýjungar

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?