LGG+ jógurt með jarðarberjabragði og bláberjabragði

Á næstu dögum hefjum við sölu á LGG+ jógúrti.
LGG+ jógúrt er fitusnauð og bragðgóð máltíð og er án viðbætts sykurs. LGG+ jógúrt fæst í tveimur bragðtegundum með jarðarberjabragði og bláberjabragði.

Frá því að LGG+  flöskurnar komu á markað hefur verið mikil eftirspurn eftir vörunni og hefur hún notið mikilla vinsælda meðal neytenda. Með tilkomu LGG+  jógúrts vonumst við til að efla enn frekar LGG+  flokkinn og fjölga neytendum.

LGG+  hefur einstaka eiginleika:
• Bætir meltinguna og kemur jafnvægi á hana
• Mikið mótstöðuafl
• Fjölþætt varnarverkun
• Stuðlar að vellíðan

Fleiri vörunýjungar

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?