Léttur ab-drykkur með eplum og gulrótum

Á næstu dögum hefst sala á léttum ab-drykk í dós með epla- og gulrótarbragði.
Léttur ab-drykkur í dós kom fyrst á markað í apríl 2006 og hefur frá upphafi verið vinsæll hjá neytendum.
Nú bætist í hópinn ný bragðtegund með epla- og gulrótabragði.
Léttur ab-drykkur með epla- og gulrótarbragði er án viðbætts sykurs og verður án efa góð viðbót við flokkinn.
Líkt og aðrir drykkir í flokknum hefur hann lágt fituinnihald eða einungis 1,4%.

 Léttur ab drykkur inniheldur hina heilnæmu og náttúrulegu a-mjólkursýrugerla (Lactobacillus acidophilus) og b-gerla (Bifidobacterium bifidum) sem bæta meltinguna og styrkja um leið varnir líkamans.
Dagleg neysla létts ab drykkjar tryggir hæfilegt magn af a og b gerlum í meltingarveginum og stuðlar að bættu heilsufari og vellíðan.

Fleiri vörunýjungar

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?