Létt súrmjólk með skógarberjabragði

Á næstu dögum mun Mjólkursamsalan ehf. hefja sölu á bragðbættri Létt súrmjólk með skógarberjabragði. Í dag eru fáanlegar fjórar mismunandi tegundir af bragðbættri súrmjólk sem notið hafa mikilla vinsælda og varan er því kærkomin viðbót við súrmjólkurflokkinn.

Létt súrmjólk með skógarberjabragði er án viðbætts sykurs sem ætti að gera hana vinsæla fyrir þá sem kjósa léttu línuna og hún inniheldur einungis 42 hitaeiningar í 100 g.

Varan hefur jafnframt þá sérstöðu að búið er að kljúfa yfir 80% af mjólkursykrinum og hentar hún því einnig fyrir flesta þá neytendur sem hafa mjólkuróþol. Við vonumst því til að þessi vara verði góð viðbót við þær tegundir sem fyrir eru á markaðinum.

Bragðbætta Létt súrmjólkin er framleidd hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík, sem sér jafnframt um sölu og dreifingu á vörunni.

Fleiri vörunýjungar

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?