Létt - Húsavíkurjógúrt og ný umbúðastærð

Á næstu dögum kemur á markað ný bragðtegund í Létt - Húsavíkurjógúrti og ný umbúðastærð.
Nýja bragðtegundin er með ferskjum og hindberjum og fæst bæði í ½ og 1 ltr. fernum. Á sama tíma kemur á markað Létt – Húsavíkurjógúrt með trefjum í 1 ltr. fernum.

Húsavíkurjógúrt fæst í fjölmörgum bragðtegundum og nú geta neytendur valið um tvær mismunandi stærðir í tveimur bragðtegundum. Nýja bragðtegundin fékk góðar viðtökur í bragðprófunum og nýja umbúðastærðin mun án efa fá góðar viðtökur meðal fjölskyldna í landinu.

Fleiri vörunýjungar

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?