Konudagsostakakan er komin í verslanir

Eruði búin að smakka Konudagsostakökuna? Ef ekki þá skorum við á ykkur! Hér er nefnilega á ferðinni einstaklega ljúffeng ostakaka með jarðarberjabragði sem er tilvalið að gæða sér á og ekki skemmir að bera hana fram með þeyttum rjóma.

Konudagsostakakan hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár en um er að ræða köku sem er framleidd í kringum konudaginn (eins og nafnið gefur til kynna) og er því ekki í sölu allt árið, heldur í takmarkaðan tíma. Kakan bíður ykkarí næstu verslun og við mælum með að þið grípið eina með ykkur heim um helgina og bjóðið einhverri góðri konu að njóta með ykkur.


 

Fleiri vörunýjungar

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?